Undanfarin þréttán ár hefur skólasamfélagið í Áslandsskóla styrkt Mæðrastyrksnefnd Hafnarfjarðar með framlögum fyrir jólin. Ásta Eyjólfsdóttir formaður nefndarinnar kom á jólaskemmtun í Áslandsskóla, föstudaginn 20. desember, og tók við framlagi úr hendi Leifs S. Garðarssonar skólastjóra.
Í ár söfnuðust 239.125.- krónur.
Á þrettán árum hefur skólasamfélagið í Áslandi því styrkt Mæðrastyrksnefnd um alls 3.124.532.- krónur.
Þessi hugsun okkar til þeirra sem minna mega sín tengist einni af fjórum hornstoðum skólans, þjónustu við samfélagið.
Í tilkynningu frá Áslandsskóla er tekið fram að gaman sé að sjá að fleiri skólar í Hafnarfirði hafa fylgt fordæmi þeirra og styrkja nú Mæðrastyrksnefnd í stað pakkaleikja.