Vor- og hverfahátíðin „Velkomin á Vellina“ var haldin 14. árið í röð fyrir utan Hraunvallaskóla sl. laugardag, en hátíðin er sameiginleg vorhátíð Hraunvallaskóla, Skarðslhíðarskóla og Vallahverfissins. Ýmsir listamenn stigu á stokk, s.s. Selma Björnsdóttir, JóiPé & Króli og Leikfélag Flensborgarskóla. Kynnir var Lalli töframaður. Brettafélag Hafnarfjarðar bauð upp á kennslu og roksala var á pylsum og drykkjum í skúrum á svæðinu. Þá buðu fulltrúar slökkviliðs og sjúkraflutninga viðstöddum að skoða sinn búnað á bílastæðinu við skólann. Fjarðarpósturinn fylgdist með og tók meðfylgjandi myndir.