
Eigendur VON mathúss, Kristjana Þura og Einar Hjaltason.
Veitingastaðurinn VON mathús varð í dag, 2. árið í röð, fulltrúi Hafnfirðinga í hópi þeirra 18 sem hlutu viðurkenningu Markaðsstofunnar Icelandic Lamb Award of Excellence. Þetta er í þriðja sinn sem slíkar viðurkenningar eru veittar og koma þær í hlut þeirra veitingastaða sem þykja hafa skarað fram úr í framreiðslu á íslensku lambakjöti og áherslu á lambakjöt á matseðli og markaðssetningu.
Viðurkenningarnar veitir Icelandic lamb til samstarfsveitingastaða sem þykja hafa skarað fram úr á liðnu ári. Í dómnefndinni í ár sátu Eva Laufey Kjaran, Ólafur Örn Ólafsson og Andrés Vilhjálmsson.
Eftirtaldir veitingastaðir hljóta Award of Excellence-viðurkenningar árið 2019:
- Apotek Restaurant
- Bjargarsteinn
- Fiskfélagið
- Gamla Kaupfélagið á Akranesi
- Grillið – Hótel Sögu
- Grillmarkaðurinn
- Haust Restaurant
- Höfnin
- Íslenski Barinn
- KOL
- Lamb Inn Eyjafjarðarsveit
- Lamb Street Food
- Laugaás
- Matakjallarinn
- Múlaberg Bistro
- Narfeyrarstofa
- Von Mathús
- VOX
Alls eru 170 veitingastaðir í samstarfi við Icelandic Lamb, en tilgangur og markmið samstarfssamninga er að stuðla að því að íslensku lambakjöti sé skapaður frekari sess sem hágæða vara, með kynningu og notkun á merki Icelandic Lamb.
Mynd frá VON mathúsi/OBÞ