Bæjarstjóri Hafnarfjarðar bauð fyrir skömmu til mótttöku í Hafnarborg vegna heimsóknar Oddfellowstúku frá Uppsala í Svíþjóð sem er vinabær Hafnarfjarðar og vinastúka Elísabetar, Rbst. nr. 14 í Hafnarfirði. Fyrir tveimur árum tóku systur þeirra höfðinglega á móti þeim í Uppsala og sambærileg móttaka var haldin í menningarhúsinu ytra. Fjarðarpósturinn rak inn nefið og smellti af þessum myndum, en þarna var sannarlega mikið gaman og góður andi ríkti í hópnum. Sigríður Kristinsdóttir bæjarlögmaður var staðgengill bæjarstjóra þennan dag í fjarveru Rósu Guðbjartsdóttur og leiddi því samkomuna.