Sigurður Ingi Jóhannsson, sam­göngu- og sveita­stjórn­ar­ráðherra, segir í færslu á Facebook að nýjar forsendur séu komnar á útfærslu á tvöföldun Reykjanesbrautar, í nýútkominni frumdragaskýrslu Vegagerðarinnar og Mannvits. Þar komi fram að hagkvæmast sé að breikka Reykjanesbrautina, frá gatnamótum við Krýsuvík að Hvassahrauni.

Sigurður Ingi segir einnig að einfalda skuli fyrri útfærslur sem kalli jafnframt á breytt aðalskipulag. „Ég fundaði í haust með fulltrúum Vegagerðarinnar og hef átt samtöl við fulltrúa Hafnafjarðabæjar og álversins í Straumsvík. […] Ég mun beita mér fyrir því að aðilar vinni málið út frá þeim forsendum sem nú liggja fyrir. Náist farsæl lending verður hægt að flýta og ljúka framkvæmdum við Reykjanesbrautina frá gatnamótum við Krýsuvík að Hvassahrauni á fyrsta tímabili samgönguáætlunnar.“

Sigurður Ingi Jóhannsson. Mynd af Facebook síðu ráðherrans.

Mynd af Reykjanesbraut/OBÞ