Þrátt fyrir samkomubann er nauðsynlegt fyrir fólk sem ekki er í heimasóttkví að gera sér glaðan dag og borða góðan mat öðru hverju. Á hinum sívinsæla veitingastað KRYDD var troðfullt um síðustu helgi og hefur nú verið gripið þar til aðgerða vegna Covid-19 til að geta tekið vel á móti gestum. Við ræddum við Hilmar Þór Harðarson eiganda og yfirmatreiðslumann. 

„Við fundum fyrir væntingum gesta okkar um að hafa opið áfram svo að við fórum í að skipuleggja fjöldatakmörkun í samræmi við nýsettar reglur. Við nýtum einungis annað hvert borð svo að tryggt sé að tveir metrar séu milli borða,“ segir Hilmar Þór. Þá hafi þau tekið upp einnota matseðla og benda öllum gestum á spritt við komu á staðinn. „Allt okkar starfsfólk gætir ýtrasta hreinlætis og öll borð eru sótthreinsuð á milli gestakoma. Hurðarhúnar, posar, fatahengi og aðrir snertifletir eru sprittaðir reglulega og breyttir verkferlar eru við uppvask í takti við þessar áherslur. Einnig er brauð er skorið í hönskum fyrir kvöldið og tekið með töngum.“

Passað er vel upp á langd á milli borða. Þessi mynd er tekin á venjulegum degi og endurspeglar því ekki uppröðunina eins og hún er á tímum Covid-19. Salurinn er rúmgóður og því hægt að gera ýmsar ráðstafanir. Mynd/Krydd

Leggja bílnum fyrir utan og fá matinn í skottið

Hilmari Þór en annt um gesti sína og vegna takmarkaðs gestafjölda hvetur hann fólk eindregið til að panta sér borð tímanlega. „Ef fólk er með flensueinkenni þá óskum við eftir að það komi ekki til okkar að sinni, til að vernda starfsfólk og aðra gesti. Við búum hins vegar vel að því að vera með stóran stað og getum veitt gott pláss. Við höfum einnig tekið upp nýja þjónustu, að fólk getur sótt til okkar mat ef það kýs það frekar en að sitja inni á veitingastaðnum. Það hefur svolítið borið á því að fólk sem er í sjálfskipaðri sóttkví hafi pantað hjá okkur mat, lagt bílnum fyrir utan, opnað bílskottið og við farið með matinn út í bíl í hönskum og sett varlega í skottið. Einnig bjóðum upp á fyrirtækjaþjónustu í hádeginu og við getum vel bætt við okkur þar. Þá er um að ræða rétti dagsins hverju sinni. Við viljum gera allt fyrir okkar fólk,“ segir Hilmar Þór.

Mynd/Krydd

Þessi umfjöllun er kynning.