Vor- og hverfahátíðin „Velkomin á Vellina“ verður haldin 14. árið í röð fyrir utan Hraunvallaskóla á laugardag, en hátíðin er sameiginleg vorhátíð Hraunvallaskóla, Skarðshlíðarskóla og Vallahverfisins.
„Við erum afar stolt af þessu gróna fjölskylduhverfi og langar að fá nærsveitunga okkar í heimsókn,“ segir Björgvin Franz Gíslason leikari, en hann er í stjórn foreldrafélags Hraunvallaskóla. „Við höfum alltaf lagt upp með veglegri dagskrá og árið í ár er engin undantekning.“ Um morguninn verður frítt í sund í Ásvallalaug, svo mætir Selma Börns og hitar upp fyrir Eurovision og Lalli töframaður verður kynnir. „Svo mæta engir aðrir en JóiPé og Króli en Króli (Kristinn Óli) er einmitt gamall nemandi í Hraunvallaskóla og steig sín fyrstu skref sem barn þegar ég var kynnir á hátíðinni 2010,“ segir Björgvin sem hvetur alla til að kynna sér dagskrána á Facebook sem inniheldur ótal fleiri viðburði. Með Björgvini á forsíðmynd er Tinna Bessadóttir, verkefnastóri hátíðarinna.
Hér eru myndir frá því ári síðan, en veðurspáin er töluvert betri í ár:
Myndir: OBÞ