Sumarbúðirnar í Kaldárseli eru á afar fallegum stað í hrauninu í einu af upplöndum Hafnarfjarðar. Þar er fjöldi hellna og ævintýralegra staða sem börn njóta í guðsgrænni náttúrunni. Við hittum Jónu Þórdísi Eggertsdóttur, starfsmann og stjórnarmeðlim þar, á einu námskeiðanna fyrr í sumar og fræddumst aðeins um starfið sem þar fer fram, en skálinn á 95 ára afmæli á næsta ári.

Húsnæðið í Kaldárseli. Elsti hluti þess verður 95 ára á næsta ári.
„Ég kom fyrir algjöra tilviljun í þetta starf árið 2014. Hafði sjálf farið í sumarbúðir í Vindáshlíð og unnið í fiskvinnslu. Mig langaði að gera eitthvað skemmtilegt. Kom a inn í Kaldársel, hafði sjálf farið í Vindáshlíð, og hafði unnið í fiski og langaði að vinna við eitthvað skemmtilegt. Ég fór í stjórn Kaldársels og hef verið hér síðan,“ segir Jóna Þórdís, sem er 24 ára og klára BA nám í kennslufræðum. Hún starfar einnig í Setbergsskóla og hittir oft börn þar sem hafa dvalið í Kaldárseli.

Sr. Friðrik Friðriksson, stofnandi KFUM.

Íþróttasalurinn.

Svefnálma.
Álfakirkjur og hellar
Jóna Þórdís segir að það sem heillar hana mest við starfið séu gildin og allt það félagslega og kærleiksríka sem dregið er fram í börnunum. „Það skiptir máli að öllum líði vel og það á að vera gaman, líka hjá starfsfólki. Gleði og ánægja eru smitandi.“ Allt að 42 börn (með starfsmannabörnum) geta dvalið í senn og dvölin er frá mánudagi fram á föstudag yfir sumarið. „Hér eru einnig leikjanámskeið, en þá þá keyra foreldrar börnin sín og sækja daglega. Fyrstu námskeið hefjast fyrsta mánudag eftir skólaslit á vorin. Mörg börn koma á hverju ári og stundum oftar en einu sinni yfir sumarið. Okkur þykir mjög vænt um það.“

Elssti hluti hússins, þar sem matsalurinn er.

Kátar vinkonur með grip sem þær smíðuðu saman.

Þessir smíðuðu flotta báta.

Hluti starfsfólk ásamt börnum á námskeiði.
Jóna Þórdís segir að mjög lítið netsamband sé á staðnum, einhverra hluta vegna, en það hafi bara hjálpað til er eitthvað er. „Krakkar hafa komið með símana hingað en þeir hafa bara átt til að týna þeim. Það má í raun ekki koma með síma en börn í dvalarhópnum sem fá heimþrá mega hringja heim og segja góða nótt,“ segir hún og brosir. Ekki sé mikið um leikföng og börnin noti sköpun og ímyndunaraflið, umhverfið og týni jurtir. „Við förum í göngur um svæðið og skoðum lautir, álfakirkju og hella. Þetta eru ekki staðir sem fólk þekkir almennt. Dálítil leyndarmál þeirra sem hafa dvalið hér.“

Súpugerð í hrauninu.
Að lokum vill Jóna Þórdís nefna að hún hvetur alla velunnara Kaldársels til að hafa samband í gegnum Facebook síðu með sama nafni. „Við erum að reyna að safna saman því fólk sem þykir vænt um staðinn og vilja að honum sé haldið við. Það er mikilvægt að fá sögur frá þeim.“
Myndir/OBÞ.