Árleg jólasöfnun Samferða góðgerðarsamtaka stendur sem hæst og mun standa yfir í viku í viðbók. Fjárhæðin er komin í 1.622.500 krónur. Þegar söfnuninni lýkur mun Örvar Þór Guðmundsson, stofnandi samtakanna fara með ungri ekkju í Hagkaup og leyfa henni að versla allt það sem hún vill hafa í matinn um jólin og áramót. Eins fær 6 ára sonur hennar og 7 ára dóttir að kaupa þau leikföng sem hugur þeirra girnist í sömu búð. Afgangurinn verður líðan lagður inn á reikninga hjá fólki sem er að berjast við krabbamein, langveik börn og fjölskyldur þeirra.

Fyrir þau sem vilja hjálpa Örvari Þór og samtökunum að gleðja sem flesta fyrir jólin, er hægt að millifæra hér: 0327-26-114, kt. 651116-2870 eða hringja í 900 númer Samferða. 907-1081 – gefur 1.000 krónur, 907-1083 – gefur 3.000 krónur, 907-1085 – gefur 5.000 krónur og 907-1090 – gefur 10.000 krónur.

Forsíðumynd/Olga Björt