Bæjarstjórn Hafnarfjarðar samþykkti á fundi sínum miðvikudaginn 20. mars að draga sig úr samstarfi sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu um ferðaþjónustu fyrir fatlað fólk. Í fréttatilkynningu frá Samfylkingunni í Hafnarfirði segir að með ákvörðun sinni sé meirihluti bæjarstjórnar að leita leiða til þess að spara og draga úr kostnaði við rekstur ferðaþjónustu fyrir fatlað fólk. 

Segir ennfremur í tilkynningunni: „Það er táknrænt að byrjað skuli á hópi fatlaðs fólks þegar leitað er hagræðingar og sparnaðar í rekstri. Ákvörðunin er tekin án samráðs við notendur þjónustunnar og án þess að bærinn hafi framkvæmt sjálfstætt mat á því hvort sveitarfélagið geti gert betur en í sameiginlega útboðinu eða hvernig þjónustan muni breytast við að fara út úr sameiginlega kerfinu.“

Á undanförnum árum hafi byggst upp mikil þekking og reynsla á rekstri ferðaþjónustunnar innan Strætó og mikil vinna verið lögð í undirbúning útboðs á hinni sameiginlegu ferðaþjónustu. „Það er því ljóst að þessi ákvörðun bæjarstjórnar Hafnarfjarðar byggir á veikum grunni og undirbúningur er langt frá því að vera ásættanlegur. Hætta er því á að verið sé að setja þessa viðkvæmu og mikilvægu þjónustu í óvissu og uppnám og valda notendum verulegum óþægindum.“

Ekkert samráð hafi verið haft við notendur í Hafnarfirði um þessa stóru ákvörðun og engin umsögn borist um hana frá ráðgjafaráði í málefnum fatlaðs fólks í Hafnarfirði. „Af þessum sökum lagði Samfylkingin til að ákvörðuninni yrði frestað svo hægt væri að hafa samráð við notendur í Hafnarfirði um þjónustuna. Þessi hópur á það skilið að undirbúningur ákvörðunar sem varðar hagsmuni hans verulega sé vandaður og að gerð sé ítarleg úttekt á vegum Hafnarfjarðar á málinu áður en ákvörðun er tekin. Það eru veruleg vonbrigði að bæjarstjórn Hafnarfjarðar hafi brugðist þessari meginskyldu sinni ekki síst í ljósi þess hversu miklir hagsmunir eru í húfi fyrir notendur þjónustunnar. Þess vegna greiddi Samfylkingin atkvæði gegn þessari tillögu, bæði í Fjölskylduráði og bæjastjórn.“

Fréttatilkynningin í heild sinni:

Ferðaþjónusta fatlaðs fólks í uppnámi í Hafnarfirði

Bæjarstjórn Hafnarfjarðar samþykkti á fundi sínum miðvikudaginn 20. mars að draga sig úr samstarfi sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu um ferðaþjónustu fyrir fatlað fólk. Með ákvörðun sinni er meirihluti bæjarstjórnar að leita leiða til þess að spara og draga úr kostnaði við rekstur ferðaþjónustu fyrir fatlað fólk. Það er táknrænt að byrjað skuli á hópi fatlaðs fólks þegar leitað er hagræðingar og sparnaðar í rekstri. Ákvörðunin er tekin án samráðs við notendur þjónustunnar og án þess að bærinn hafi framkvæmt sjálfstætt mat á því hvort sveitarfélagið geti gert betur en í sameiginlega útboðinu eða hvernig þjónustan muni breytast við að fara út úr sameiginlega kerfinu.

Á undanförnum árum hefur byggst upp mikil þekking og reynsla á rekstri ferðaþjónustunnar innan Strætó og mikil vinna hefur lögð í undirbúning útboðs á hinni sameiginlegu ferðaþjónustu. Það er því ljóst að þessi ákvörðun bæjarstjórnar Hafnarfjarðar byggir á veikum grunni og undirbúningur er langt frá því að vera ásættanlegur. Hætta er því á að verið sé að setja þessa viðkvæmu og mikilvægu þjónustu í  óvissu og uppnám og valda notendum verulegum óþægindum.

Ekkert samráð var haft við notendur í Hafnarfirði um þessa stóru ákvörðun og engin umsögn barst um hana frá ráðgjafaráði í málefnum fatlaðs fólks í Hafnarfirði. Af þessum sökum lagði Samfylkingin til að ákvörðuninni yrði frestað svo hægt væri að hafa samráð við notendur í Hafnarfirði um þjónustuna. Þessi hópur á það skilið að undirbúningur ákvörðunar sem varðar hagsmuni hans verulega sé vandaður og að gerð sé ítarleg úttekt á vegum Hafnarfjarðar á málinu áður en ákvörðun er tekin. Það eru veruleg vonbrigði að bæjarstjórn Hafnarfjarðar hafi brugðist þessari meginskyldu sinni ekki síst í ljósi þess hversu miklir hagsmunir eru í húfi fyrir notendur þjónustunnar. Þess vegna greiddi Samfylkingin atkvæði gegn þessari tillögu, bæði í Fjölskylduráði og bæjastjórn.

Fréttatilkynning frá Samfylkingunni í Hafnarfirði vegna ákvörðunar bæjastjórnar Hafnarfjarðar um að segja sig frá samstarfi sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu um ferðaþjónustu fyrir fatlað fólk.