Úrslitin í Veistu svarið? spurningakeppni ÍTH og grunnskólanna réðust í síðust viku þegar Víðistaðaskóli sigraði Setbergsskóla með stigatölunni 22-20 í æsispennandi viðureign sem fór í bráðabana í Bæjarbíói. Tíu ár eru síðan Viðistaðaskóli krækti síðast í þessi verðlaun. Fjarðarpósturinn náði ekki að vera á staðnum en við hóuðum saman fulltrúum Víðistaðaskóla sl. mánudag, þeim Alex Má Júlíussyni, Agli Magnússyni, Guðmundi Pétri Dungal Níelssyn, Önnu Lilju Dögg Gunnarsdóttur og Degi Þór Jónssyni. 

Verðlaunagripurinn.

Sigurliðið fyrir framan skólann sinn.

Myndir/OBÞ