59 stúdentar voru útskrifaður frá Flensborgarskólanum 19. desember sl. af fjórum námsbrautum. 30 útskrifuðust af opinni braut, 10 af félagsvísindabraut, 10 af raunvísindabraut tíu og 9 luku stúdentsprófi af viðskipta- og hagfræðibraut. Fjórtan útskrifuðust á afrekssviði og þeirra á meðal var dúxinn Leo Anthony Speight, með einkunnina 9,52. Við hittum Leo fyrir utan heimili hans, en hann er einnig margfaldur verðlaunahafi í Taekwondo og æfir íþróttina hjá Björk. 

Leo ásamt Erlu S. Ragnarsdóttur skólameistara. Mynd/Flensborg. Fleiri myndir frá athöfninni má sjá í möppu hér.

Leo útskrifaðist af afreks- og raunvísindabraut og við byrjuðum á að spyrja hvaðan áhugi á slíkum vísindum væri kominn. „Mér finnst svo gaman að vita hvernig heimurinn virkar, m.a. frá sjónahornum eðlisfræði, efnafræði og líffræði. T.d. hvers vegna vatn hagar sér eins og það gerir og hvað er hiti. Ég man eftir mér mjög ungum að spyrja spurninga út í eitt, en þannig lærir maður mest,“ segir Leo og hlær. Hann stefnir á að fara í eðlis- og efnafræði í háskóla næsta haust. Varðandi möguleg störf í framtíðinni tengd þessum áhugasviðum segir Leo að hann gæti vel hugsað sér að verða einhvers konar rannsókna- og vísindamaður, en ekki alveg klár hvernig, eða jafnvel verkfærðingur. „Draumurinn eri að verða geimfari og maður veit sko aldrei! Ég verð kannski fyrsti hafnfirski geimfarinn!“ Hann glottir. 

Frá útskriftardeginum í desember. Mynd/Flensborg

Eins og áður segir er Leo mikill íþróttamaður og byrjaði 8 ára í fótbolta og tók líka hálft ár í karate en endaði í Taekwondo. Hann tón framhaldsskólanámið á 3 og hálfu ári og segir hafa verið nokkuð ánægður með skólann. Félagslífið hafi varla verið neitt í fyrra en hann hafi þó náð tveimur árum af því árin á undan. „Afreksbrautin passaði mjög vel við mig og hjálpaði mér í raun að vera duglegur í að skipuleggja mig tímalega. Ég er heilbrigður að eðlisfari og kem hvílíkt ferskur í tíma og svona.“ Spurður um hvað hann ætlar að gera fram að háskólanámi segist Leo vonast til að geta komist út að æfa ef covid leyfir. „Ég ætla svo sjá hvernig námið þróast með því.“

Forsíðumynd/OBÞ