Veðurfræðingar hafa að undanförnu keppst við gefa út langtímaspár til að eygja eftir því hvort möguleiki verði á hvítum jólum á suðvesturhorninu. Hingað til hefur okkar ágæti og þaulreyndi veðursfræðingu Einar Sveinbjörnsson spáð rauðum en mildum jólum á vefsíðu sinni Bliku. Þegar Íslendingar eru „ósáttir“ við veðurspár íslenskra veðurfræðinga, fara þeir gjarnan inn á norsku veðurfréttastöðina yr.no. Það gerði ritstjóri Hafnfirðings í morgunsárið og gladdist mikið yfir að spáð er frosti bæði á aðfangadag og á Þorláksmessu.
Ef þessi veðurspá frænda okkar Norðmanna rætist, þá fáum við reyndar enga úrkomu og því ekki lofndrífu, en frost og stilla er að mati flestra jólalegra en rauðu tölurnar. Við höldum að minnsta kosti í vonina, enda getur allt gerst þegar íslenskt veðurfar er annars vegar og loftslagsbreytingar einnig.

Forsíðumynd/OBÞ
