Betri skoðun ehf er glænýtt bílaskoðunarfyrirtæki, staðsett við Stapahraun 1, rétt við Kaplakrika. Eigendurnir og skoðunarmennirnir Hörður Harðarson og Gretar Þór Sæþórsson taka þar vel á móti viðskiptavinum og segjast bjóða upp á allt að 19% lægra verð en keppinautarnir og snögga og góða þjónustu.

Húsnæðið við Stapahraun 1.

Gretar og Hörður eru miklir reynsluboltar í bransanum.

Þeir félagar reka fyrirtækið ásamt Reyni Þrastarsyni og eru með áratuga reynslu í skoðun á bílum og öðrum ökutækjum. Tvær skoðunarbrautir eru í skoðunarstöðinni, sem er búin öllum nýjasta tækjabúnaði sem prýðir starfsemi sem þessa. Að sjálfsögðu er einnig alltaf heitt á könnunni og hlýlegt rými til að slaka á meðan beðið er. Þjónustan opnaði fyrir tveimur vikum, eftir ansi mörg handtök undanfarna mánuði við að koma húsnæðinu í núverandi gott stand. „Velkomin í ódýrustu bílaskoðun landsins,“ segja Hörður og Gretar. 

Mörg handtök hafa átt sér stað undanfarna mánuði, m.a. að útbúa þessa vinnuaðstöðu.

Hlýleg móttaka og heitt á könnunni. Hörður og Gretar ásamt Halldóru Eiríksdóttur, skrifstofustjóra.

Opið er alla virka daga frá k. 8 – 17. Símanúmerið er 585-3355 og netfangið betriskodun@betriskodun.is

Myndir/OBÞ

Þessi umfjöllun er kynning.