Fermingarbarnahátíðin „Þér eruð vinir mínir“ var haldin í Hafnarfjarðarkirkju sl. sunnudagskvöld. Að hátíðinni stóðu Ástjarnarkirkja, Hafnarfjarðarkirkja, Víðistaðakirkja og Bessastaðakirkja. Fjölbreytt dagskrá var frá kl. 18 til 21, s.s. leikþættir, samverustundir, traustleikir, tónlistaratriði, náttúrufræðsla og fræðsla um líf með fötlun. Fermingarbörnin voru full áhuga þegar Fjarðarpósturinn leit við og prestarnir og aðrir sem stóðu að hátíðinni alsælir með vel heppnaðan samhristing kirknanna.

Séra Stefán Már Gunnlaugsson spjallar við fermingabörn um náttúrumál.

Séra Arnór Blomsterberg (Nói) hugsi.

Kristófer Bergmann Skúlason sagði á áhrifaríkan hátt frá lífi sínu með vöðvarýrnun.

Sr. Þorvaldur Karl Helgason.

Prestarnir Kjartan Jónsson og Bragi Ingibergsson.

Arnar Ragnarsson stjórnaði lokastundinni.

Hafnfirðingurinn Kristinn Óli Haraldsson er annar tvíeykisins JóiPé og Króli.

JóiPé (Jóhannes Damian Patreksson).

Myndir/OBÞ