Hafnfirsku stúlkurnar Arna Rún Skúladóttir og Birta Guðný Árnadóttir eru fulltrúar Hamarsins í Ungmennaráði Ungmennahúsa Samfés (UUS). Þær voru að byrja með hlaðvapsþátt á vegum SamfésPlús sem heitir Ungt fólk og Hvað? þær eru í verkefninu ásamt Emblu Líf og Védísi Ýr sem eru einnig fulltrúar í UUS. 

SamfésPlús er nýtt verkefni á vegum Samfés þar sem ungt fólk á Íslandi á aldrinum 10-25 ára er markhópurinn. Með Plúsinum er verið að bæta við og auka sýnileika á mikilvægu starfi félagsmiðstöðva og ungmennahúsa, þjónustu og úrræða fyrir ungt fólk og fagfólk á Íslandi. Í byrjun verður áhersla Plússins á rafræn verkefni, með áherslu á aldurinn 16+  Ungt fólk og hvað? hlaðvarpsþátturinn er fyrsta formlega verkefni Plússins þar sem stúlkurnar ræða málefni ungs fólks. 

„Þegar við vorum beðnar um að taka þetta verkefni að okkur kom ekki annað í hug en að gera þetta með stæl. Við byrjuðum strax að skipuleggja hvað við vildum tala um og það kom ekkert annað til greina en að tala um málefni ungs fólks. Ungt fólk er mikið að pæla í hlutunum og leita að svörum frá fólki sem það tengir við. þannig þetta er frábær vettvangur til að gera það,” segir Birta Guðný 

Birta Guðný og Arna Ýr.

Þættina er hægt að finna á öllum helstu streymis veitum eins og t.d. Spotify, þættirnir koma út vikulega á föstudögum. 

„Það að taka upp hlaðvarp í miðjum heimsfaraldri er svolítið skrítið en við þurftum einmitt að leita leiða til að taka upp á öruggan hátt þar sem það er ekki æskilegt að við hittumst allar fjórar þar sem við erum ekki að umgangast sama hópinu svo við prufuðum að taka upp í gegnum samskiptaforritið Zoom. það gekk en við vorum ekki komnar með heyrnartól með góðum hljóðgæðum svo hljóðið í þættinum var ekki svo gott,” segir Arna Rún

Stelpurnar ætla ekki að láta heimsfaraldurinn stoppa sig og ætla að halda áfram að vinna í lausnum á því hvernig þær geta tekið upp þætti og miðlað þeim til ungs fólks.  „Okkur þykir mjög áríðandi að raddir ungs fólks gleymist ekki, því við erum ekki bara einhvað skraut á hillu. Við erum fólk eins og aðrir með skoðanir og höfuðið fullt af pælingum sem við þurfum svör við,” segir Birta Guðný að lokum.

Forsíðumynd/frá vinstri Embla Líf, Védís Ýr, Arna Rún og Birta Guðný.