Hafnarfjarðarbær hefur ákveðið að taka yfir ferðaþjónustu fatlaðra í sveitarfélaginu eftir að núverandi samningi við strætó BS rennur út um næstu áramót. Þetta kemur fram í fréttatilkynningu sem barst okkur.

„Skipaður hefur verið starfshópur til þess að undirbúa nýtt útboð og í honum sitja kjörnir fulltrúar og fulltrúar notenda. Nýlega var opnuð Facebook síða undir heitinu: Ertu að nota ferðaþjónustu fatlaðra í Hafnarfirði? Síðan er vettvangur fyrir alla þá sem vilja koma á framfæri ábendingum um þjónustuna og hvernig hún nýtist notendum best,“ segir Helga Ingólfsdóttir bæjarfulltrúi í tilkynningunni.

 

 

 

 

Forsíðumynd: Þroskahjálp.