Söngkeppni Hafnarfjarðar fór fram í Bæjarbíói 15. janúar og voru það að venju félagsmiðstöðvarnar í Hafnarfirði sem stóðu að keppninni. Tvö atriði urðu í 1. sæti; Hekla Sif frá Skarðinu og Áróra og Arndís Dóra frá Öldunni. Hafnarfjörður á tvö sæti í söngkeppni Samfés, sem fram fer 23. mars.

Hekla Sif söng lagið Skyscraper og Áróra og Arndís lagið Mad World. Í öðru sæti var Tinna Guðrún frá Hrauninu með lagið Creep og í 3. sæti Luciana frá Verinu með laginu Killing me softly.

Meðfylgjandi myndir tók Rósa Stefánsdóttir