Skötuát á Þorláksmessu er að margra mati ómissandi þáttur í aðdraganda jólanna. Oddsteinn Gíslason matreiðslumeistari, eða Steini í Kænunni, bauð upp á árlega skötuveislu frá 11 í morgun og til 20 í kvöld. Veitingastaðnum var skipt upp í tvö hólf og passað vel upp á sóttvarnir. Mikið var að gera og röð út á stétt, en þó jafnt og þétt yfir daginn og þjónustan gekk vel fyrir sig. Bergdís Norðdahl, ljósmyndari Hafnfirðings, leit við og náði smá spjalli og myndum.

Skötuát sem siður varð ekki landlægt fyrr en fyrir um 35 árum. Þótt mörgum finnist skata herrmannsmatur í dag eru fjölmargir sem geta ekki hugsað sér að leggja hana sér til munns og finnst slmur fnykur af henni. Meðal gesta í Kænuna í dag komu erlend kona og líka eldri maður sem bæði voru að smakka skötu í fyrsta skipti og þeim líkaði hún vel. Í kaþólskum sið átti að fasta fyrir jól og alls ekki borða góðgæti, allra síst á Þorláksmessu. Þótti ekki sæma Þorláki biskupi helga, sem messan er kennd við, að borða kjöt á þessum dánardegi hans. Hefðin varð því að borða lélegt fiskmeti á þessum degi. Siðurinn er ævagamall á Vestfjörðum en fyrir um 35 árum hófu veitingahús í öðrum byggðalögum að bjóða upp á skötuveislur.