Stórviðburðurinn Pollalúðrapönk fór fram í Íþróttahúsinu við Strandgötu í dag fyrir troðfullu húsi. Þar leiddu saman hesta sína þrjár hafnfirskar menningarstofnanir; pollapönk, Lúðrasveit Hafnarfjarðar og Kór Öldutúnsskóla. Einnig verður fjallað um tónleikana í næsta tölublaði Fjarðarpóstsins. 

Myndir: Bergdís Norðdahl