Hljómsveitin Á móti sól fagnar hinum ýmsu tímamótum um þessar mundir en núna í september eru 20 ár síðan Magni Ásgeirsson tók við hljóðnemanum í bandinu. Hljómsveitin, sem gaf út glænýtt lag á dögunun, mun halda upp á þessi tímamót með tónleikaröð sem hefst í Bæjarbíói 13. september næstkomandi. 

Á þessum 20 árum hefur bandið starfað sleitulaust, ef frá er talinn tíminn sem það tók Magna að taka þátt í Rockstar Supernova þáttunum. Eftir strákana liggja óteljandi vinsæl lög og 8 breiðskífur en tvær þeirra, hinar geisivinsælu „12 íslensk topplög“ og “Hin 12 topplögin“, verða einmitt teknar fyrir á tónleikaröð sem hefst í hinu stórkostlega Bæjarbíói í Hafnarfirði. Tilefnið er einnig 15 ára afmæli skífanna sem seldust í bílförmum, enda innihalda þær nokkrar ef perlum íslenskrar dægurlagasögu sem Á móti sól flokkurinn setti í nýjan búning.

Hér er viðburðurinn á Facebook og hér má finna slóð á miðasöluna á miði.is.

Hljómsveitin heldur einnig upp á öll þessi afmæli og tímamót með því að gefa út nýtt lag „Þetta “ – en það hefur einmitt verið að þokast upp vinsældarlista á öllum betri útvarpsstöðvum síðustu vikurnar:

Hér er slóð á nýja lagið.
Myndir: aðsendar.