Kanadísku lagahöfundarnir og tónlistarmennirnir Jelena Ciric og Shawn William Clarke færa Hafnfirðingum ljúfa kvöldstund fulla af tónlist og sögum um næstu helgi. Þótt Jelena sé búsett í Reykjavík, kemur Shawn alla leið frá Toronto til þess að spila tvenna tónleika á Íslandi. Þetta frábæra tónlistarfólk kemur nú fram saman í fyrsta sinn til að flytja lagasmíðar sínar, sem eru innblásnar af kanadískri þjóðlagatónlist.

Jelena Ciric/Mynd Ivana Ciric 2
Tónlist Jelenu Ciric dregur þig til sín með hlýju sinni, glettni og heiðarleika. Hljóðheimur hennar dregur áhrif sín frá Serbíu, þar sem Jelena fæddist, og Kanada, þar sem hún ólst upp. Hún fluttist til Íslands fyrir tæplega þremur árum þar sem hún kemur fram reglulega með sína frumsömdu tónlist, ásamt því að stjórna kórnum Kliði.

Shawn William Clarke/Mynd: Melina Rathjen
Hinn margverðlaunaði lagahöfundur Shawn William Clarke seiðir fram “indie” þjóðlagatónlist af óbilandi hlýju, sem sameinar það besta úr hefðbundnum ljóðrænum lagasmíðum við nýstárlegar útsetningar. Shawn heimsótti Ísland í tvígang árið 2018, þar sem hann spilaði á Melodica Festival í ágúst, og Iceland Airwaves off-venue í nóvember.
„Ég mun grípa hvert tækifæri sem ég fæ til þess að koma til Íslands,“ segir Shawn. „Það verður ógleymanlegt að spila með Jelenu.“
„Við Shawn erum bæði sögumenn sem nota tónlist til þess að skilja lífið,“ bætir Jelena við. „Ég held að allir geti tengt við það sem við syngjum um, og ég hlakka mikið til að deila sviðinu með honum.“
Tónleikarnir í Fríkirkjunni í Hafnarfirði verða miðvikudaginn 27. mars kl. 20:00.
Shawn og Jelena munu einnig spila í Gym & Tonic salnum á KEX Hostel fimmtudaginn 28. mars kl. 20:30.
Aðgangseyrir er í formi frjálsra framlaga bæði kvöld.