Fyrirtækið Menntaborg  – Algorithmics er nýflutt í Dalshraun 5. Algorithmics býður upp á námskeið í forritun og tölvulæsi fyrir börn og unglinga 7- 17 ára. Námskeið fyrir börn 5-7 ára hefjast eftir áramót.  Um 150 þúsund nemendur víðs vegar um heiminn sækja námskeið hjá Algorithmics, þar á meðal í Bandaríkjunum, Kanada og á Spáni. Birgit Eriksen rekur fyrirtækið hér á landi og sagði okkur aðeins frá starfseminni. 

Aðsend mynd úr alþjóðlegu efni á vegum Algorithmics.

Hjá Algorithmics er þessa dagana verið að skrá inn nýja nemendur. Boðið er upp á frían kynningartíma. „Börn og ungmenni verja miklum tíma á netinu en það skilar sér ekki endilega í meiri færni. Kennsla í upplýsingatækni er mismikil í grunnskólum og marga nemendur skortir grunnþekkingu í tölvulæsi og forritun. Þessi þekking er öllum nauðsynleg, óháð áhugasviði,“ segir Birgit, en námskeiðin eru einstaklingsmiðuð og sniðin að þörfum hvers og eins. Á námskeiðunum læra börnin að búa til eigin forrit, en mesti ávinningurinn felst þó í örvun rökhugsunar, sköpunarkrafti og forvitni. „Nemendurnir okkar læra ekki eingöngu forritun, þeir bjarga prinsessum og smiða geimskip Við hjálpum þeim að ná settu marki. Það vilja ekki allir verða forritarar en forritun og tölvulæsi er nauðsynlegt öllum.“ 

Kennslan er mjög skapandi og skemmtileg.

Beiting rökhugsunar og að rýna til gagns hefur aldrei verið eins mikilvægt og núna. Birgit segir það vera almenna færni sem sé þó ekki alltaf sinn eins og skyldi í grunnskólum. Engu að síður sé mjög mikilvægt í tengslum við allt nám, frá stærðfræði til hug- og félagsvísinda. „Hjá Algorithmics læra nemendur að hugsa út fyrir boxið, eins og frumkvöðlar. Þessi færni veitir þeim forskot alla skólagönguna og í atvinnulífinu síðar meir. Þetta er því fjárfesting til framtíðar því forritun er þekking sem atvinnulífið sækist æ meira eftir.“

Allar nánari upplýsingar er hægt að fá með því að senda tölvupóst í netfangið reykjavik@algorithmicschool.com eða hringja í Birgit í síma 835-1035.

Mynd/OBÞ
Brynjar Bragason, Birgit, Lára Kowalczyk og Anna Margrét Benediktsdóttir. Á myndina vantar Einar Ólafsson. 

Þessi umfjöllun er kynning.