20 manna fjöldatakmarkanir verða og heilsu- og líkamsræktarstöðvum og skíðasvæðum verður gert kleift að opna á ný en með ströngum skilyrðum. Ákveðnar hafa verið breyttar reglur um samkomutakmarkanir í samræmi við tillögur sóttvarnalæknis sem kynntar voru á fundi ríkisstjórnar í dag. Þær taka gildi 13. janúar og gilda til 17. febrúar og settar með fyrirvara um að faraldurinn verði áfram í jafnvægi.

Nýju reglurnar fela einnig í sér að íþróttastarf barna og fullorðinna verður heimilað að uppfylltum skilyrðum og íþróttakeppnir án áhorfenda. Fjöldamörk í sviðslistum verða aukin í 50 manns á sviði og í sal 100 fullorðnir og 100 börn með grímur. Sama gildir um aðra menningarviðburði.

Reglur varðandi opnun og fjölda á veitingastöðum og börum verður óbreytt.

Mynd af Svandísi Svavarsdóttur heilbrigðisráðherra frá beinni útsendingu á vef RÚV.