Þriðji drengjanna sem voru í bíl sem ekið var fram af Óseyrarbryggju í Hafnarfjarðarhöfn í janúar, er á leið af Barnaspítala Hringsins. Þaðan fer hann í endurhæfingu á Grensásdeild. Deildarstjóri sálgæslu djákna og presta á Landspítalanum segir fjölskylduna finna fyrir stuðningi í samfélaginu og að batinn sé hægur en góður. Vísir greinir frá.

Slysið átti sér stað föstudagskvöldið 17. janúarog komst einn drengjanna upp úr sjónum af sjálfsdáðum en hinum tveimur var bjargað af viðbragðsaðilum á staðnum.

Í samtali við Vísi segir Rósa Kristjánsdóttir, deildarstjóri sálgæslu djákna og presta á Landspítalanum, að um gleðileg tíðindi að ræða að drengurinn sé kominn í endurhæfingu. Það sé alltaf stór áfangi. Þá hafi fjölskylda drengsins fundið fyrir miklum stuðningi og hlýhug úr samfélaginu.

Mynd/OBÞ