Hafnfirðingurinn Þórunn Eva G. Pálsdóttir fékk í dag viðurkenningu JCI Ísland sem Famúrskarandi ungur Íslendingur fyrir framlag til barna, heimsfriðar og/eða mennréttinda. Forseti Íslands, hr. Guðni Th. Jóhannesson afhenti viðurkenninguna í beinni útsendingu á Facebook. Þórunn hefur af einskærri elju og hugsjón komið málefnum langveikra barna og foreldra þeirra upp á yfirborðið og í umræðuna og hjá öðrum kveikt meðvitund og áhuga með Míu verkefninu sínu. Þar vekur hún athygli á og útskýrir hvernig lyfjabrunnur virkar og aðstoða um leið þá sem það þurfa.
Dómnefnd skipaði Elísabet Brynjarsdóttir Framúrskarandi ungur Íslendingur 2020 og fyrrum framkvæmdastjóri Frú Raghnheiðar, Eyvindur Elí Albertsson verkefnastjóri hjá Reykjavíkurborg og senator JCI, Guðjón Már Guðjónsson framkvæmdastjóri OZ, Ragnhildur Helgadóttir rektor Háskólans í Reykjavík og Ríkey Jóna Eiríksdóttir landsforseti JCI 2021.

Hafnfirðingur tók viðtal við Þórunni Evu í ársbyrjun 2019 og finna má það hér.