28 börn útskrifuðust úr Hraunvallaleikskóla fyrir skömmu. Athöfnin fór fram í matsal Hraunvallaskóla að viðstöddum foreldrum og fjölskyldum barnanna. Útskriftarbörnin fluttu dansatriði og sungu nokkur lög. 6. bekkingar í Hraunvallaskóla héldu utan um útskriftarhópinn og voru búin að æfa flott atriði með þeim. Eftir myndatökur var boðið upp á hressingu og góða samveru. Fjarðarpósturinn mætti og samfagnaði, enda mikilvægum áfanga náð.

Útskriftarhópur Hraunvallaleikskóla ásamt 6. bekkingum úr Hraunvallaskóla.

Sigrún Kristinsdóttir skólastjóri ávarpaði hópinn.

Stór dagur hjá þessari útskriftardömu.

Þessi herramaður var hoppandi ánægður með útskriftina.

Myndir OBÞ