Starfsfólk Bókasafns Hafnarfjarðar er iðið við að brydda upp á nýjungum í starfi þessa bráðum 100 ára bókasafns. Þriðja þriðjudag hvers mánaðar á milli kl. 17 og 19 er t.d. boðið upp á sýndarveruleikaspilun í fjölnotasal, í samvinnu við fyritækið Intrix. Viðburðurinn er opinn öllum sem vilja prófa og er leiðbeinandi frá Intrix á svæðinu.

Viltu prófa að vera sýndarhetja? Eða skora á vini þína í geislasverðabardaga? Það má nefnilega gera ótrúlegustu hluti með VR-búnaði. Í fjölnotasalnum farar leikirnir fram á stórum veggskjá og hjálmur, stýripinnar og tölva eru til að keyra suma flottustu VR-leiki dagsins í dag. Leiðbeinandinn aðstoðar þau sem eru að taka sín fyrstu skref inn í undraheim sýndarveruleika.

Bergdís Norðdahl, ljósmyndari Hafnfirðings, kíkti við í dag og smellti af þessum skemmtilegu myndum.

Leiðbeinandinn.