Karlalið FH lék í dag til úrslita í Mjólkurbikarkeppni KSÍ. Andstæðingar dagsins voru Víkingar og því miður þurftu okkar menn að sætta sig við súrt tap, 1-0.

Víkingar skoruðu sigurmarkið úr vítaspyrnu í seinni hálfleik og skömmu eftir markið fékk Pétur Viðarsson rautt spjald eftir meint brot á Guðmundi Andra Tryggvasyni. Það verður að viðurkennast að þessi dómur orkaði tvímælis og eftir þetta atvik áttu FH-ingar litla möguleika gegn sprækum Víkingum.

Strákarnir gáfu sig alla í verkefnið og stuðningsfólk FH lét vel í sér heyra í stúkunni en svona er þetta stundum í íþróttum. Hér að neðan gefur að líta nokkrar myndir sem Olga Björt tók í dag, bæði  í Kaplakrika og á Laugardalsvelli.