Öllum sundlaugum, íþróttamiðstöðvum, söfnum og bókasöfnum á höfuðborgarsvæðinu var lokað frá og með miðnætti. Heilbrigðisráðherra ákvað, í samræmi við tillögu sóttvarnalæknis, að takmarka samkomur enn frekar en áður vegna hraðari útbreiðslu Covid-19 í samfélaginu.
Viðburðir þar sem fólk kemur saman verða takmarkaðir við 20 manns í stað 100 áður. Þessi fyrirmæli hafa áhrif á þjónustu sveitarfélaga. Skólar og leikskólar verða áfram opnir en þeir foreldrar eða forráðamenn sem af einhverjum ástæðum senda ekki börn sín í skólann þurfa að tilkynna það líkt og um skólaleyfi væri að ræða og taka um leið yfir ábyrgð á heimanámi barna sinna.
Önnur þjónusta sveitarfélaganna mun áfram haldast órofin eins og kostur er.