Stefnt er að því að að opna sundlaugar fyrir almenning 18. maí. Þetta sagði Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir á daglegum upplýsingafundi í dag.

Þessi ákvörðun verður háð því hvernig framvinda kórónuveirunnar verður á næstu vikum. Tilkynnt verður formlega með auglýsingu. Ekkert nýtt smit greindist sl. sólarhring og aðeins 66 virk smit eru í samfélaginu.

Fjöldi virkra smita og þeirra sem er batnað. Sjáskot af vefnum covid.is

Forsíðumynd/Eva Ágústa Aradóttir