Breytingar á sóttvarnaráðstöfunum sem taka gildi á morgun, fimmtudaginn 10. desember, heimila opnun sundlauga og baðstaða fyrir allt að 50% af hámarksfjölda gesta samkvæmt starfsleyfi. Gildistími nýrrar ráðstöfunar er til og með 12. janúar 2021, nema annað sé auglýst. Börn fædd 2005 og síðar eru ekki talin með í gestafjölda.
Sérstök athygli er vakin á því að hægt er að fá raunupplýsingar um fjölda sundlaugagesta á síðu hverrar laugar – en einnig með því að smella á nöfn lauganna hér fyrir neðan:
Hámarksfjöldi í hverri laug er eftirfarandi:
· Ásvallalaug – 160 gestir
· Suðurbæjarlaug – 80 gestir
· Sundhöllin – 32 gestir
Suðurbæjarlaug mun opna að nýju með inni- og útiklefum, en rétt er að geta þess að eimbað og gufubaðsklefi kvenna þar verður áfram lokuð. Jafnframt verða gufubaðsklefar karla í Sundhöll og Suðurbæjarlaug með mjög miklum takmörkunum á fjölda. Gestir eru hvattir til að gæta að 2 metra reglu í hvívetna og gæta fyllsta hreinlætis en samstarf í almannavörnum er forsenda þess að hægt er að hafa laugarnar opnar. Laugarnar verða opnar skv. venjubundum opnunartíma þeirra.
Sjá opnunartíma sundlauga í Hafnarfirði –
Mynd/Eva Ágústa Aradóttir