Það verður hundmargt um helgina á Víðistaðatúni um næstu helgina á sumarsýningum Hundaræktafélags Íslands. Um 1400 hundar eru skráðir til keppni af 100 tegundum hreinræktaðra hunda sem finna má á Íslandi á tvöfalda sýningu félagsins.

Alþjóðlegt dómaralið frá Ungverjalandi, Króatíu, Írlandi, Noregi, Svíþjóð, Danmörku og Finnlandi mun meta hundana samkvæmt stöðlum FCI, alþjóðasamtökum hundaræktarfélaga. Mótið byrjar laugardaginn 8. júní kl. 9.00 og sunnudag á sama tíma þar sem hvolpar og eldri hundar etja kappi báða daga en úrslit sýningarinnar hefjast kl. 14.00.

Nánari upplýsingar um dagskrá má finna á heimasíðu HRFÍ.

Hér er hlekkur á viðburðinn á Facebook þar sem hægt er að fylgjast með dagskránni.

Frá sýningunum í fyrra.