Knattspyrnuliðið frá Got Agulu í Kenía fór af landi brott í júlí eftir þriggja vikna ævintýri víða um land. Hópurinn var með bækistöðvar í Lækjarskóla í boði Hafnarfjarðarbæjar, en fór víða meðan á dvölinni stóð. Fjarðarpósturinn leit við þar örfáum klukkustundum áður en þeir kvöddu Hafnarfjörð.

Jako sport á Íslandi gaf þeim fljótlega búninga og bolta eftir að þeir komu til landsins.

Boltarnir kyrfilega merktir eigendum, enda voru þeir að eignast sinn fyrsta fótbolta á ævinni.

Svaka spenntir að prófa boltana.

Notið hverrar stundar fyrir brottför.

Stór hluti farangursins á heimferðardaginn. Hver og einn mátti taka með sér 42 kg.

Mikið magn af fatnaði safnaðist á meðan á dvölinni stóð.

Hópurinn kom til Íslands með tvær ferðatöskur og nokkra litla bakpoka en á heimleiðinni voru ferðatöskurnar orðnar nærri 40 talsins. Fjöldi fólks víða um land tók vel í beiðni skipuleggjenda ferðarinnar með að safna íþróttafatnaði og öðru fyrir börnin í Got Agulu þorpinu. Til viðbótar fatnaðinn var voru þeim gefnar 22 fartölvur sem nýttar við tölvukennslu. ReyCup buðu liðinu þátttöku á mótinu endurgjaldslaust, Jako Sport á Íslandi tók liðinu opnum örmum og gáfu allan fatnað sem þurfti til æfinga. Icewear sá um að engum yrði kalt, Tröllaferðir sem buðu liðinu í ógleymanlega dagsferð í jöklagöngu, skipulögð var ævintýraferð til Vestamannaeyja, æfingar hjá Haukum, FH, Breiðablik, ÍA og Aftureldingu. Forseti Íslands og Biskup Íslands tóku einni vel á móti hópnum. Fjöldi veitingastaða bauð hópnum í ókeypis málsverð, s. Von mathúsi, Burger House og GOTT.

Gunnar Axel Axelsson, einn skipuleggjenda, fór með hópnum á slóðir sem þeir eru ansi ólíkar heimahögum þeirra.

Margar nýjar upplifanir á hverjum degi.

Sigurður Gíslason, eigandi GOTT í Vestamannaeyjum, var einn fjölmargra veitingastaða sem bauð hópnum fría máltíð.

Hafnfirski veitingastaðurinn VON mathús tók líka vel á móti hópnum og gaf þeim dýrindis máltíð.

„Þetta er rétt að byrja“

„Þetta er með því skemmtilegra sem ég hef tekið þátt í á ævinni. Ævintýri sem hófst við stofuborðið heima á Hamarsbrautinni í byrjun maí sl. þar sem við hittumst nokkur til að ræða þann möguleika að drengjalið Verslo barnaskólans í Got Agulu tæki þátt í Rey Cup í sumar. Þar varð til #TeamGotAgulu,“ segir Gunnar Axel Axelsson, ein skipuleggjenda. „Stundin þegar við tókum á móti hópnum á flugvellinum í Keflavík er ógleymanleg en þá hafði svo margt gerst á aðeins örfáum vikum. Ég veit að ferðin mun ekki aðeins lifa með þessum strákum alla ævi heldur einnig og ekki síður verða hvatning fyrir alla hina krakkana í Got Agulu og nærliggjandi byggðum til að taka þátt í skipulögðu skóla- og íþróttastarfi. Þetta væri bara upphafið að einhverju meira og stærra. Þetta er rétt að byrja!“

Allir fengu með sér hópmynd með forseta Íslands.

Forseti Íslands, Guðni Th. Jóhannesson, tók vel á móti hópnum.

Engir lífverðir hjá forsetanum

Paul Ramses, sem stofnaði ásamt eiginkonu sinni Rosmary, skólann Verslo í Kenía árið 2015,  lýsti upplifun vina sinna og ferðlanganna á þá leið að hópurinn væri fyrst og fremst afar þakklátur fyrir móttökurnar og alla velvildina sem geislaði frá Íslendingum. „Alveg sama hvar við komum, þá voru allir reiðubúnir að láta þeim líða sem best og upplifa sem mest. Það að keppa á fótboltamóti eins og Rey Cup gleymist aldrei. Eitt af því merkilegasta sem þeir upplifðu, fyrir utan það að fara í sturtu og sund, var að heimsækja forseta Íslands á Bessastöðum og sjá enga lífverði. Þeim fannst það mjög skrýtið.“ Paul er afar þakklátur Hafnarfjarðarbæ og öllum sem lögðu hönd á plóg, gáfu fatnað og alls kyns upplifun. „Við erum staðráðin í að koma aftur síðar. Stelpurnar koma næst!“

Liðið kíkti á æfingu hjá meistaraflokki kvennaliðs FH. Þeir voru alsælir með það.

Robert þjálfari, lengst til hægri, óskaði sérstaklega eftir þessari uppstillingu fyrir þessa myndatöku. Aðrir á mynd frá vinstri: Alloys fararstjóri, Bára Friðriksdóttir, Rosmary, Paul og Robert.

Hægt er að sjá margar fleiri myndir frá ævintýrinu á Facebook síðu sem búin var til utan um verkefnið.

Myndir frá sparkvelli og Lækjarskóla: OBÞ
Aðrar myndir af Facebook síðunni.