Vetrarfrí er í grunnskólum Hafnarfjarðar hefst á morgun og stendur yfir í tvo daga. Söfn og sundlaugar í Hafnarfirði, líkt og á öllu höfuðborgarsvæðinu, eru lokuð og standa því ekki fyrir fjölbreyttri dagskrá eins og oft áður en bjóða þess í stað fram skemmtilegar hugmyndir til að njóta útivistar í vetrarfríinu.

Á upplýsingafundi Almannavarnadeildar ríkislögreglustjóra og landlæknis á mánudag var því beint til fólks að halda sig sem mest heima við, ferðast ekki að óþörfu og forðast hópamyndanir heima og að heiman vegna kórónuveirufaraldursins.  

Ferðumst innanhúss og upplifum nærumhverfið

Heilsubærinn Hafnarfjörður hefur tekið saman heilt stafróf af hugmyndum að fjölmörgu spennandi og skemmtilegu sem fólk getur tekið sér fyrir hendur heimavið eða í næsta nágrenni á tímum samkomubanns og sóttkvíar. Hugmyndirnar eru hugsaðir sem vegvísir að fjölbreyttum verkefnum en aðalmálið er að finna eitthvað nýtt og öðruvísi að gera, einn eða með fjölskyldunni. Hér er hægt að nálgast heilt stafróf af hugmyndum til að gera heimavið eða í næsta nágrenni: https://www.hafnarfjordur.is/mannlif/heilsubaerinn/stafrof-af-hugmyndum/

Efni: fréttatilkynning frá Hafnarfjarðarbæ