Leikfélag Flensborgar setur upp söngleikinn SYSTRA AKT í nýjum búningi. Verkið er byggt á samnefndri kvikmynd og er sýningin stútfull af nýrri tónlist, gríni og dönsum.

Þegar skemmtikrafturinn Deloris sér kærastann sinn fremja morð verður henni umhugað um sitt eigið líf. Vitnavernd í nunnuklaustrinu Saint Catherins er það sem tekur næst við. Henni reynist erfiðara fyrir að vera eins og hinar nunnurnar og til að halda henni frá vandræðum innan klaustursins er henni falið það verkefni að taka þátt í kórnum. Þar brýst gleðin út, en ætli það megi?

Verkinu er leikstýrt af Júlíönu Söru Gunnarsdóttur, tónlistarstjórnandi er Ásgrímur Geir Logason og Aníta Rós Þorsteinsdóttir er danshöfundur.

Leikfélagið í Flensborg hefur sett upp stórar og metnaðarfullar sýningar síðustu ár, meðal annars Mormónabókina og Pitz Pörfekt en stútfullt hefur verið á allar sýningar þeirra svo það er um að gera að vera fljótur að næla sér í miða.

Myndir aðsendar.