Allir 209 nemendur unglingadeildar Víðistaðaskóla í Hafnarfirði eru komnir í sóttkví eftir að nemandi í deildinni greindist með kórónuveiruna. Nemandinn í Víðistaðaskóla er vinur nemanda í Öldutúnsskóla sem greindist með kórónuveiruna í gær og greint var frá í fjölmiðlum í morgun. Vísir greindi fyrstur frá.

180 nemendur í Öldutúnsskóla eru í sóttkví og fimm kennarar og 209 nemendur í Víðistaðaskóla og 17 starfsmenn. Því eru alls um 400 unglingar í Hafnarfirði í sóttkví.

Mynd/OBÞ