KRYDD veitingahús hefur frá því það var opnað fyrir 2 og hálfu ári verið í skapandi í nýjungum í mat, uppákomum og viðburðum. Þar hefur nýr matseðill látið dagsins ljós og hægt er að fá alla réttina í „Take Away“ og þar hafa m.a. girnilegir smáréttaplattar slegið í gegn. M.a. er hægt að fá tvær súrdeigspizzur á 3.500 og 2 fyrir 1 á hamborgunum og afsláttur er af öllu á matseðli sem er sótt.

Veitingastaðurinn hefur vakið athygli fyrir fallega hönnun. Þegar hlýða þarf fyrirmælum yfirvalda vegna sóttvarna, er auðvelt að hafa tvo metra á milli borða, enda er rýmið stórt.

Hjá KRYDD var prófað að bjóða upp á súrdeigspizzur sl. vor og þær hafa fengið frábærar móttökur og eru meðal allra vinsælustu réttanna. Nýjustu eru Grameðlan, sem er í raun allt sem sett er í „Eðlu“, nema það er ofan á pizzu og Bond, sem er með pulled pork og sterkum frönskum. Ekta „þynnkupizzur!“

Súrdeigspizzurnar er nú hægt að fá bæði heimsenda og sækja þær.
Smáréttaplattinn en algjör snilld til að hafa á kvöldin, fjölskylduvænn og girnilegur.

Einnig er vinsælt að panta smáréttaplatta með hágæða fingramat fyrir 3.900.- á mann, framreiddum í pizzakössum. Það er einnig fullkomið fyrir fólk sem er í sóttkví, hvort sem hún er sjálfskipuð eða ekki. Afsláttur er af sóttum réttum af matseðli en einnig góð tilboð ofan á það, s.s 2 fyrir 1 á hamborgurum og tvær súrdeigspizzur á 3.500.- Aðrar nýjungar á matseðli eru t.a.m. djúpsteiktur humar og Kung Fu Panda, sem er kóreskt soðbrauð fyllt með pulled pork, sósu og grænmeti. 

KRYDD er komið í jólafíling og farið er að taka niður borðapantanir, enda styttist í nóvember.

Einnig er verið að fara af stað jóla„hlaðborð“, þar sem hlaðborðið kemur á hvert borð fyrir sig. Um verður að ræða gómsæta smárétti, gæða kjöt- og fiskrétti og úrval eftirrétta. Tilvalið er að gefa gjafabréf í slíka jólaupplifun, því fólki veitir ekki af að leyfa sér að njóta á þessum tímum. Ýmsir afslættir verða í boði, bæði á upphæðum af matseðlum og einnig tilboð þar sem hægt er að fá þrjá rétti á á verði tveggja. Svo er Happy Hour á sínum stað. Best er að skoða nánar á síðunni www.kryddveitingahus.is.

Ilmur af brennandi greni….mmm

Myndir/aðsendar

Þetta er kynning.