Í viðtölum í liðnum Undir gaflinum ræðum við málefni líðandi stundar og að þessu sinni er það ofbeldi í víðri merkingu, tegundir ofbeldis, alvarleiki þeirra og mögulegar ástæður við Hauk Haraldsson sálfræðing. Hliðar gerenda og þolenda og eru skoðaðar, auk mikilvægis þeirra sem verða vitni og geta miklu oftar gripið inn í. Á vefsíðunni 112.is eru tilgreindar sex tegundir ofbeldis; andlegt, líkamlegt, fjárhagslegt, kynferðislegt, starfrænt og vanræksla, en einnig 33 leiðir og úrræði til þess að leita aðstoðar og þekkingar.
„Ef einhver gerir eitthvað gegn öðrum einstaklingi sem getur ekki spornað við því, alveg sama hver ofbeldið er, þá veldur það kvíða, streitu og jafnvel áfallastreitu sem hangir inni í kerfinu og mótar þroska viðkomandi einstaklings.“ […] „Umræða um ofbeldi getur aldrei orðið bein lína, t.d. er varðar kynferðisofbeldi. Við förum í vörn vegna þess að tilfinningarnar okkar eru svo ólíkar og margar. En það þarf alltaf átök til að breyta menningu. Við verðum að passa okkur á að umræðan verði ekki bara ofbeldi í allar áttir,“ segir Haukur m.a. í viðtalinu í hlekknum hér fyrir neðan:
Á vefsíðunni 112.is eru tilgreindar þessar fjórar tegundir ofbeldis:






