Árna Friðrikssyni RE 200, einu af rannsóknarskipum Hafrannsóknarstofnunar, var siglt að Háabakka við Fornubúðir fyrr dag. Um var að ræða tilraun með að leggjast að hafnarbakkanum, áður en full starfsemi Hafrannsóknarstofnunar hefst í vor.
Einmuna blíða var þegar Árni Friðriksson lagðist að bryggju. Rannsóknarskipið er 20 ára gamalt, tæplega 70 metra stálskip og 670 nettótonn og 6000 hestöfl. Gert er ráð fyrir að tvö slík skip geti verið við bryggjuna á sama tíma.
Eins og sjá má á meðfylgjandi myndum sem Olga Björt Þórðardóttir tók, tókst vel til en heyra mátti á reynslumiklum fulltrúum áhafnar að það mætti gjarnan bæta við nokkrum bryggjupollum.











