Handknattleiksdeild FH boðaði í dag til blaðamannafundar og þar var nýr þjálfari meistaraflokks karla í handbolta kynntur til sögunnar. Sigursteinn Arndal tekur við starfinu af Halldóri Jóhanni Sigfússyni sem mun taka við U-21 landsliði Barein. 

Sigursteinn er uppalinn hjá FH og lék um 300 meistaraflokksleiki með félaginu. Hann hefur starfað fyrir uppeldisfélagið í um 20 ár og meðal annars komið að afreksstarfi FH og verið spilandi aðstoðaþjálfari meistaraflokks. Þá hefur Sigursteinn einnig þjálfað U-19 og U-21 landslið karla með góðum árangri.

Þetta verður fyrsta starf Sigursteins sem aðalþjálfari meistaraflokks en samningurinn er til þriggja ára.

Mynd: Tromman