Verslunin Leikfangaland, sem hefur verið á 2. hæð í verslunarmiðstöðinni Firði, fluttist í sl. viku á 1. hæð. Blásið var til opnunarteitis sl. föstudagskvöld fyrir samstarfsfólk og birgja og Fjarðarpósturinn rak bæði inn nefið þá og tók svo stöðuna á mánudag.
Að sögn eigendanna, Ólafs Magnússonar og Lilju Sigmundsdóttur, eru þau alsæl með viðtökurnar, sem hafa farið fram úr öllum væntingum. , það var svo mikið að gera og fjöldi fólks hér í Firði.“ Á nýja staðnum býður Leikfangaland upp á enn meira úrval af vinsælum leikföngum fyrir börn á öllum aldri. Hafnfirðingar þurfa því ekki að leita langt yfir skammt og geta verið stoltir af því að hér í bæ sé svona stór og glæsileg leikfangaverslun.
Myndir OBÞ