Sara Björk Gunn­ars­dótt­ir, landsliðsfyr­irliði Íslands í knatt­spyrnu og leikmaður Lyon í Frakklandi, er á lista vef­miðils­ins Four­FourTwo yfir tutt­ugu bestu leik­menn heims árið 2020. Tímaritið, sem er afar virt í knattspyrnuheiminum, birtir árlega lista yfir bestu fótboltakonur heims.

Leitað er til fótboltablaðamanna um víða veröld og þeir beðnir um sinn lista yfir knattspyrnufólk. Sara Björk er í 16. sæti listans áfram hinni írsku Denise O’Sullivan. Sara Björk átti frá­bært knatt­spyrnu­ár í fyrra, varð Evr­ópu­meist­ari með Lyon og bikar­meist­ari­meist­ari og Þýska­lands­meist­ari með Wolfs­burg.

Í ritinu segir í umsögnum m.a. að Ísland verðui seint talið stór­veldi í fót­bolta­heim­in­um en Söru hafi tek­ist að stimpla sig ræki­lega inn með tveim­ur stærstu liðum Evr­ópu. Þá sé hún með frá­bæra bolta­tækni á litlu svæði og yf­ir­veg­un í hæsta gæðaflokki.

Pernille Har­der, fyrr­ver­andi liðsfé­lagi Söru hjá Wolfs­burg er í efsta sæti list­ans en hún var út­nefnd besti leikmaður heims af FIFA fyr­ir árið 2020.