Sara Björk Gunnarsdóttir, landsliðsfyrirliði Íslands í knattspyrnu og leikmaður Lyon í Frakklandi, er á lista vefmiðilsins FourFourTwo yfir tuttugu bestu leikmenn heims árið 2020. Tímaritið, sem er afar virt í knattspyrnuheiminum, birtir árlega lista yfir bestu fótboltakonur heims.
Leitað er til fótboltablaðamanna um víða veröld og þeir beðnir um sinn lista yfir knattspyrnufólk. Sara Björk er í 16. sæti listans áfram hinni írsku Denise O’Sullivan. Sara Björk átti frábært knattspyrnuár í fyrra, varð Evrópumeistari með Lyon og bikarmeistarimeistari og Þýskalandsmeistari með Wolfsburg.
Í ritinu segir í umsögnum m.a. að Ísland verðui seint talið stórveldi í fótboltaheiminum en Söru hafi tekist að stimpla sig rækilega inn með tveimur stærstu liðum Evrópu. Þá sé hún með frábæra boltatækni á litlu svæði og yfirvegun í hæsta gæðaflokki.
Pernille Harder, fyrrverandi liðsfélagi Söru hjá Wolfsburg er í efsta sæti listans en hún var útnefnd besti leikmaður heims af FIFA fyrir árið 2020.