Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir ætlar að leggja til við Svandísi Svavarsdóttur heilbrigðisráðherra í dag að viðbrögð við COVID-19 verði framlengd út mánuðinn. RÚV greinir frá.
Samkomubann og önnur fyrirmæli til almennings, fyrirtækja og félagasamtaka um aðgerðir yrðu til að sporna við útbreiðslu veirunnar sem veldur COVID-19 sjúkdómnum. Þegar samkomubannið var sett á í upphafi var ákveðið að það stæði til 13. apríl. Nú er ljóst að það stendur minnst hálfan mánuð umfram það.
Þórólfur greindi frá þessu á upplýsingafundi almannavarna og landlæknis í dag.
Mynd/Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu