Í skjóli klausturs nefnist glæný sýning í Pakkhúsi Byggðasafns Hafnarfjarðar. Um er að ræða 80 ára sögu Karmelklaustursins í Hafnarfirði. Forseti Íslands, herra Guðni Th. Jóhannesson, flutti stutt ávarp við opnun sýningarinnar 1. júní sl. Fleiri tóku máls og pólskt þjóðlagaband spilaði skemmtilega tónlist í blíðunni meðan á viðburðinum stóð. Fjarðarpósturinn mætti og slóst í hóp þeirra sem nutu sýningarinnar. Myndir/OBÞ