
Gylfi Ingvarsson.
Kiwanishreyfingin leggur áherslu á að þjóna börnum. Framundan er margháttuð verkefni til þjónustu við börn og bæði hér í bæ á landsvísu og í alþjóðlegur samstarfi og bið ég þig lesandi góður að leggja okkur lið í okkar starfi og nefni ég helstu verkefnin nú í vor:
1. Stærsta verkefni á landsvísu í ár er 15. landssöfnum Kiwanis til styrktar geðverndarmálum með sölu á K-lykli. Samþykkt heimild er 1.-10. maí og aðalsöluhelgin er 3-5 maí. Samþykkt er að styrkja í ár BUGL og Pieta samtökin. Verndari söfnunarinnar er forseti Íslands hr. Guðni Th. Jóhannesson. Takið vel á móti sölufóki okkar en allt söfnunarfé renna óskipt til BUGL og Pieta. Öll vinna Kiwanismanna er sjálfboðavinna.
2. Föstudaginn 10. maí kl 16: 30 (ath breytt dagsetning) verða öllum börnum fædd 2012 afhentir Kiwanishjálmar í samstarfi við Eimskip við Kiwanishúsið Helluhrauni 22, einnig er boðið upp á svala og pylsur og verða börnum send gjafabréf í skólana, fjöldinn i ár eru 427 börn í Hafnarfirði. Þetta er árlegt verkefni þar sem öll 7 ára börn á landinu fá reiðhjólahjálm og nú í ár rúmalega 4000.
3. Sunnudaginn 12. maí kl 16-18 er árlegur dansleikur fyrir fatlaða einstaklinga í safnaðarheimili Vídalínskirkju í boði Kiwanisklúbbanna í Kópavogi, Garðabæ og Hafnarfirði. Jogvan, Sigga Beinteins og Grétar Örvars leika fyrir dansi. Boðið er upp á aksturs til og frá sambýlum
4. Í samstarfi við Kiwanisklúbba í Evrópu er verkefni Happy child sem er að styrkja fylgdarlaus börn á flótta í Sýrlandi, með byggingu skóla og rekstur þeirra. Verkefnið er stutt af Evrópusambandinu, Unicef og SOS Barnaþorpum
5. Á heimsvísu vinnur Kiwanishreyfingin með Unicef að útrýmingu stífkrampa í heiminum. Áður var verkefnið að útrýma J-skorti sem er lokið.
6. Evrópu þing Kiwanis fer fram í Reykjavík 24. og 25. maí. Evrópuforseti er Óskar Guðjónsson forstöðumaður Bókasafns Hafnarfjarðar. Eins og sést er Kiwanishreyfingin öflug fjöldahreyfing sem vinnur að þjónustu við börn í heimabyggð og um allan heim. Með kynningu á starfi okkar sem einnig er að efla þroska og gleði í starfi þá þurfum við fleiri félaga og þú lesandi góður ef þú átt samleið með okkur, kynntu þér Kiwanis og við tökum vel á móti þér. Í Hafnarfirði eru starfandi 3 Kiwanisklúbbar, Eldborg, Hraunborg og Sólborg. Kiwanisfélagar óska öllum gleðilegra Páska. Gylfi Ingvarsson félagi í Kiwaniklúbbnum Hraunborg og formaður K-dagnsnefndar Kiwanis.