Gestur í fyrsta þætti Nostalgíunnar í hlaðvarpinu Plássinu er Brynhildur Auðbjargardóttir kórstjóri. Hún segir okkur á skemmtilegan hátt frá æskuárum í Hafnarfirði, hvernig var að vera unglingur þar, hvernig tónlistin er henni í blóð borin, tónlistaruppeldið og hvernig þetta allt þróaðist á þann hátt að hún vinnur við það í dag sem hún elskar mest.

Fremsta röð frá hægri: Ólöf Snæhólm Baldursdóttir, Hanna Björk Guðjónsdóttir, Ég, Kristín Sigurðardóttir, Margrét Salomónsdóttir, Hildur Kristinsdóttir, ?,  Ingibjörg Sverrisdóttir. Önnur röð frá hægri:Hafdís Baldursdóttir, Eva Egilsdóttir,  Hulda…, Sigrún Ellertsdóttir, Gunnþórunn Halldórsdóttir, Vigdís Jónsdóttir, Aðalheiður Auðbjargardóttir, ?, Sigurður Arnarsson. Þriðja röð frá vinstri:
Guðrún Sigurjónsdóttir, ?, ?, Björg Helen Andrésdóttir, Valgerður Andrésdóttir, Helga Ágústsdóttir, ?, Guðrún Björk, Anna María Guðmundsdóttir, Anna Pálína Árnadóttir, Steinunn Gísladóttir, Þórdís Gísladóttir, ?, ?. 
Kóræfing með Kór Öldutúnsskóla. Efst frá vinstri: Guðrún Sigurjónsdóttir, Eva Egilsdóttir (dóttir Egils Friðleifssonar, stofnanda kórsins), Þorbjörg Elín Kristinsdóttir. Fremst hægra megin er María Eva Cristína Kjartansdóttir. 
Þriðja frá hægri í fremri röð. Myndin er tekin 1976 áður en Kór Öldutúnsskóla hélt í Kórakeppni ríkisútvarpsstöðva Norðurlanda en keppnin var haldin í Bergen.
Á tali við kórstúlkur úr Stúlknakór Útvarpsins í Peking 1982. Með mér á myndinni er Hildur Kristinsdóttir og þorbjörg Birna Sæmundsdóttir. Einnig sést glitta í Evu Egilsdóttir lengst til hægri.
Á Kínamúrnum 1982. Lengst til vinstri: Siddý, ég, Ingunn Hildur Hauksdóttir, Þorbjörg Elín Kristinsdóttir, Vigdís Jónsdóttir og Erla María Eggertsdóttir fararsjóri.
Á torgi  hins himneska friðar ásamt Þorbjörgu Elínu Kristinsdóttu og Vigdísi Jónsdóttur.
Í skrúðgöngu 17. maí 2007 á Carl Johann í Ósló.
Ég tek við tónhvíslinni og starfinu af Agli.