Dagana 4. og 5. janúar var haldin alþjóðleg keppni í töfrateningnum (Lights of Reykjavík 2019) í Flensborgarskólanum í Hafnarfirði. 27 manns frá 7 löndum kepptu verður í 14 mismunandi greinum. Hafnfirðingurinn Óskar Pétursson náði bestum árangri Íslendinga, krækti í ein gullverðlaun, eitt silfur og tvö brons.

Upprunalegri töfrateningurinn (Rubiks Cube 3×3) sló í gegn um allan heim í upphafi níunda áratugar síðustu aldar og síðan þá hafa verið seldar meira en 350 milljónir eintaka. Ótrúleg flóra nýrra teninga, af öllum stærðum og gerðum, hefur bæst við og alþjóðlegt mót í töfrateningum er haldið árlega. Í ár var það í Flensborgarskóla í Hafnarfirði. Mótið er alþjóðlega viðurkennt og undir verndarvæng alþjóðlega töfrateningssambandsins (World Cube Association). Í keppnisgreinunum 14 voru oft sömu einstaklingarnir í efstu þremur sætunum og þeirra á meðal þrír Íslendingar, Óskar Pétursson, Stefán Jónsson og Hjalti Kolbeinsson. Hafnfirðingurinn Óskar hlaut fern verðlaun; 1. sæti fyrir 2x2x2 Cube, 2. sæti fyrir Square-1 og 3. sæti fyrir 3x3x3 Cube og 4x4x4 Cube. Erlendir keppendur sem fengu flest verðlaun voru Clément Cherblanc, Hari Anirudh, Nathaniel Cherblanc og Niko Ronkainen.

Niðurstöður í hverjum flokki fyrir sig má finna í þessum hlekk.

Forsíðumynd:

Pétur Óskarsson, Óskar Pétursson og Kristín Dóra Sigurjónsdóttir.