Hafnarfjarðarbær mun á síðasta vetrardag, miðvikudaginn 21. apríl, útnefna bæjarlistamann Hafnarfjarðar fyrir árið 2021. Óskað er eftir umsóknum eða rökstuddum ábendingum sem menningar- og ferðamálanefnd mun hafa til hliðsjónar við val á bæjarlistamanni.
Einungis listamenn með fasta búsetu í Hafnarfirði koma til greina við úthlutun og er miðað við lögheimili síðustu 12 mánuði. Umsóknum og ábendingum skal skilað á rafrænu eyðublaði á vef Hafnarfjarðarbæjar, með tölvupósti á menning@hafnarfjordur.is eða í Ráðhús Hafnarfjarðar merkt: Þjónustuver Hafnarfjarðar, Strandgötu 6, 220 Hafnarfirði.
Bæjarlistamaður Hafnarfjarðar árið 2021 fær greidda 1,5 milljónir króna og skilafrestur tilnefninga er til 1. febrúar 2021.
Hér er listi yfir þau sem áður hafa verið útnefnd bæjarlistamenn Hafnarfjarðar
Forsíðumyndina tók Ólafur Már Svavarsson, af Bergrúnu Írisi Sævarsdóttur, bæjarlistamanni Hafnarfjarðar 2020 og Rósu Guðbjartsdóttur bæjarstjóra.