Í gömlu skattstofunni við Suðurgötu 14 var ungmennahúsið Hamarinn formlega opnað sl. föstudag. Þar var haldinn var viðburður fyrir ungmenni á aldrinum 16-25 ára þar sem mikið af ungu og hæfileikaríku listafólki kom fram og eldri og reyndari í bland. Gestir voru líka á ýmsum aldri.
Meðal þeirra sem tróðu upp voru Dúkkulísurnar, sem nutu mikilla vinsælda á meðal unga fólksins. Dansað var og sungið fram á nótt og mikið var um að vera. Listafólkið sýndi sína takta á meðan ungmennin dönsuðu og sungu með. Þeir höfðu greinilega ekkert síður gaman af þessum viðburði og sáust sumir á dansgólfinu fyrir og eftir atriðið sitt. Ungir og hæfileikaríkir tónlistarmenn að stigu þarna sín fyrstu skref, s.s. strákarnir í rokkhljómsveitinni Little Menace.
Fataskiptimarkaður Hamarsins var svo haldinn daginn eftir, þar sem að fólk kom með föt sem það var hætt að nota og gat skipt og fengið önur notuð föt í staðinn. Markaðurinn gekk vel fyrir sig og mætti nokkuð af fólki og nældi sér í flott föt. Fötum sem urðu eftir var skipt niður á nokkur góðgerðarmál og munu vonandi nýtast öðrum sem að þurfa á þeim að halda.
Viðburðarík helgi
Óhætt er að segja að mikið hafi um að vera í nýja ungmennahúsinu okkar sem við Hafnfirðingar megum svo sannarlega vera stolt af. Stjórn húsfélags ungmennahússins er búin að vinna hörðum höndum af því að gera þessa helgi frábæra og á allan heiðurinn skilinn.
Fréttamenn: Birta Guðný Árnadóttir og Melkorka Assa Arnardóttir. Myndir: Sigurjóna Hauksdóttir.